Fréttir

Hver er sannleikurinn?

Eins og áður hefur komið fram, á leikhusin.is, þá verður verkið Óvinur fólksins frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þetta er eitt frægasta leikverk Henriks Ibsen í nýrri leikgerð eftir Grétu Kristínu Ómarsdóttir og Unu Þorleifsdóttur. Það verður spennandi að sjá útfærslu þeirra og þá sérstaklega í ljósi umræðunar á Íslandi síðastliðnar vikur og mánuði. En verkið fjallar um grimmilega valdabaráttu, græðgi og þöggun.

Það væri hægt að segja að Ibsen gæti verið að skrifa um atburði dagsins í dag á Íslandi, hversu auðvelt það er að breyta hugmyndum. Hann snertir á pólitík og lýðræði og bendir á ábyrgðina sem að fylgir því að vera lýðræðisþegn. Hefur t.d. meirihlutinn alltaf rétt fyrir sér? Þetta er áleitið verk sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Hér má finna viðtal við Unu Þorleifsdóttur, leikstjóra sýningarinnar.

- -

Upp