Fréttir

Litið inn á æfingu á Kabarett

Nú standa yfir æfingar á söngleiknum Kabarett í Samkomuhúsinu á Akureyri. Skúli Bragi Magnússon hjá N4 kíkti inn á æfingu á dögunum og ræddi við hinn landsþekkta og reynslumikla danshöfund Lee Proud um tildrög þess að hann hóf að kóreógrafera sýningu á Akureyri. Einnig er rætt við Ólöfu Jöru Skagfjörð leikkonu, en hún leikur aðalhlutverk sýningarinnar og er það í fyrsta skiptið sem hún stígur á íslenskt leiksvið eftir að hún lauk leiklistarnámi í New York.

Söngleikurinn Kabarett (e. Cabaret) gerist í Berlín á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Verkið fjallar um Sally Bowles sem starfar sem söngdíva á Kit Kat klúbbnum í Berlín og samband hennar við ungan rithöfund að nafni Cliff Bradshaw. Stjórnandi klúbbsins er svo hin skrautlega persóna M.C. og fær hinn nýútskrifaði Hákon Jóhannesson að spreyta sig í því krefjandi hlutverki.

Kabarett verður frumsýndur 26. október næstkomandi. Nánari upplýsingar og miðasölu má finna hér.

- -

Upp