Fréttir

Listamenn svara Ara

Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

„Fjármál Sviðslistasambands Íslands eru hvorki til rannsóknar hjá embætti ríkisskattstjóra né skattrannsóknarstjóra ríkisins og hafa aldrei verið,“ segir í yfirlýsingu sem stjórn sambandsins sendi frá sér í gær. Segir að stjórnin hafi fengið þetta staðfest skriflega frá skattayfirvöldum. Tilefni yfirlýsingarinnar eru ummæli Ara Matthíassonar þjóðleikhússtjóra í fjölmiðlum um slíka rannsókn.

Fréttablaðið fjallaði í síðasta mánuði um samskiptavanda þjóðleikhússtjóra og leikara við leikhúsið. Félag íslenskra leikara hefur meðal annars farið fram á við menntamálaráðuneytið að fagfólk í mannauðsmálum verið fengið til að ráða fram úr þeim vanda. Embætti þjóðleikhússtjóra var í síðasta mánuði auglýst til fimm ára. Ari Matthíasson hefur gegnt stöðunni frá árinu 2015.

- -

Upp