Gagnrýni

Leynileikhúsið býður upp á leiklistarnámskeið

Ljósmynd: leynileikhusid.is

Leynileikhúsið býður uppá almenn leiklistarnámskeið fyrir börn í 1.-10.bekk og framhaldsnámskeið. Almenn leiklistarnámskeið eru alls 12 klukkustundir. Hver leiklistartími er ein klukkustund í senn og fer fram einu sinni í viku. Framhalds- og unglinganámskeið eru 90 mínútur í senn, einnig einu sinni í viku.  Kennt er í skólabyggingum víða um höfuðborgarsvæðið, fyrstu tíu skiptin. Lokatíminn er tvöfaldur (11.og 12.tími) og fer fram í leikhúsi, þar sem nemendur fá búninga, leikhúsförðun og æfingu á sviði og sýna svo leiksýningu fyrir aðstandendur.

Á öllum námskeiðum okkar fær sköpunargleðin, leikur, spuni og samvinna að ráða ríkjum, því megináherslur Leynileikhússins eru ávallt frumsköpun og LEIKGLEÐI.

Í gegnum leiki, æfingar og spuna er unnið sérstaklega með hlustun, samvinnu, einbeitingu og tjáningu. Leitast er við að leiðbeina þátttakendum við að finna hugmyndum sínum farveg og byggja þannig upp sjálfstraust þeirra og framkomu.

Öllum námskeiðum lýkur með sýningu nemenda á eigin verkum, sem fram fara í leikhúsi. Allir kennararnir Leynileikhússins skarta háskólamenntun í leiklist.

Nánari upplýsingar má nálgast hér:

http://leynileikhusid.is/

- -

Upp