Fréttir

Leikritaklúbbur Borgarleikhúsins hefur göngu sína

Leikritið Kartöfluæturnar eftir Tyrfing Tyrfingsson, sem er sýnt á Litla sviði Borgarleikhússins, hefur verið gefið út á bók. Verkið hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur bæði hjá gagnrýnendum og leikhúsgestum.

Áður hafa verið gefin út leikritin Auglýsing ársins og Bláskjár einnig eftir Tyrfing Tyrfingsson,Sending eftir Bjarna Jónsson, Flóð eftir Hrafnhildi Hagalín og Björn Thors og Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur.

Bókaútgáfan er mikilvægur þáttur í þeirri stefnu Borgarleikhússins að efla íslenska leikritun og styrkja stöðu hennar til framtíðar með útgáfu verkanna í varanlegu og eigulegu formi. Borgarleikhúsið stefnir að því að gefa út þrjú til fjögur verk á hverju leikári en Þorvaldur Kristinsson bókmenntafræðingur annast útgáfuna fyrir hönd leikhússins. Listakonan Kristín Gunnarsdóttir hannar kápu og annast umbrot.

Hægt er að kaupa bækurnar í miðasölu og forsal Borgarleikhússins og verslunum Pennans Eymundsson auk Bóksölu stúdenta í Háskóla Íslands.

Þá hefur Leikritaklúbbur Borgareikhússins hafið göngu sína og fá meðlimir klúbbsins veglegan afslátt og fría heimsendingu. Sendu okkur póst á leikritaklubbur@borgarleikhus.is

(Frétt af vef borgarleikhúsins.)

- -

Upp