Fræðsla

Leikminjasafn Íslands

Ljósmynd: leikminjasafn.is

Á vef Leikminjasafns Íslands er að finna allar helstu upplýsingar um starf og sögu Leikminjasafns Íslands en vefurinn leikminjasafn.is var opnaður ,fyrir 15 árum síðan, þann 15. janúar 2002. Á vefnum er að finna margvíslegan fróðleik um íslenska leiklist og sögu hennar, bæði í máli og myndum. Undir liðnum Sagan er t.d. yfirlit yfir íslenska leiklistarsögu frá lokum átjándu aldar til dagsins í dag, auk kafla um helstu leikhúsbyggingar þjóðarinnar og leikhúsmenn. Undir liðnum Sýningar eru upplýsingar og texta- og myndaspjöld frá öllum sýningum sem safnið hefur staðið fyrir.

leikminjasafn.is

 

- -

Upp