Fræðsla

Leiklistarkennari frá Liverpool með námskeið í Kramhúsinu

Þann 28. október næstkomandi klukkan 13-16 verður haldið leiklistarnámskeið í Kramhúsinu. Matt Wilde, leiklistarkennari hjá Liverpool Institute for Performing Arts (LIPA), stendur fyrir námskeiðinu. Frítt er á námskeiðið en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram.

Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna hér og nánari upplýsingar um LIPA má finna hér.

 

Um leiðbeinandann Matt Wilde

Kennari hjá LIPA; leiklistartækni, leikstjórn, handritsgerð, hugmyndavinna, listrænar æfingar, faglegur undirúningur og þróun. Að loknu leikstjórnarnámi hjá Bretton Hall: University of Leeds, Kings College London og RADA leikstýrði Matt í nokkrum þekktustu leikhúsum Bretlandseyja, t.d. National Theatre, Almeida and Royal Court. Hann hefur einnig starfað sem leikstjóri hjá mörgum þekktum framleiðslufyrirtækjum, s.s. Out of Joint, Actors Touring Company and Splendid Productions.

Fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrði “Kicking Off” var tilnefnd sem mynd ársins hjá “London’s Raindance Film Festival” árið 2015. Meðfram kennslu hjá LIPA tekur Matt þátt í að þróa og framleiða ný verk með rithöfundum. Lykillinn í nálgun hans er að vera óttalaus, forvitinn, kostgæfinn og taka áhættu. Ekki síður að vera ábyrgur samstarfsaðili og flytjandi.

- -

Upp