Fræðsla

Leiklist fyrir alla

Mynd: Ólöf Sverrisdóttir (mbl)

Ólöf Sverrisdóttir og Ólafur Guðmundsson halda leiklistarnámskeið í Listdansskóla Íslands. Þessi námskeið eru ætluð þeim sem vilja skemmta sér, losa um hömlur og fá útrás fyrir sköpunargleðina í spuna og leik. Með það að markmiði að gefa fullorðnu fólki tækifæri til að kynnast leikrænni tjáningu í afslöppuðu og öruggu umhverfi. Leiklistarnámskeiðið býður uppá skapandi leiklist og sjálfstyrkingu. Meðal annars er unnið með eigin sögur, sögur spunnar og tjáðar á ýmsa vegu. Frásögn gegnum líkamann og með aðferðum trúðsins svo eitthvað sé nefnt. Einnig er farið inná núvitund í leiklist.

Námskeiðið er í 9 vikur á þriðjudögum og kostar 38.000 kr. Kennarar eru Ólöf Sverrisdóttir og Ólafur Guðmundsson leikarar og leiklistarkennarar. Nánari upplýsingar og skráning í iceolof@hotmail.com og í síma 845-8858

- -

Upp