Hér fyrir neðan má finna nöfn og vefsíður leikhúsa á Íslandi. Ef við hjá leikhusin.is erum að gleyma einhverjum þá megið þið endilega senda á okkur línu og við bætum við listann.
Borgarleikhúsið – Leikhús borgarinnar. Í húsinu eru 3 svið, eitt aðalsvið og tvö önnur minni.
Vefsíða: http://www.borgarleikhus.is
Frystiklefinn Rifi – fjölnota leikhús og menningarmiðstöð í Rifi Snæfellsnesi Tengiliður: frystiklefinn@frystiklefinn.is
Gaflaraleikhusid – Leikhús í Hafnarfirði
Vefsíða: http://www.gaflaraleikhusid.is
Hof Menningarhús – Nýtt menningarhús á Akureyri
Vefsíða: http://www.menningarhus.is
Iðnó – Ein elsta bygging Reykjavíkur, staðsett við Tjörnina býður upp á rými fyrir sýningar og tónleika.
Vefsíða: http://www.idno.is
Kómedíuleikhúsið – Stofnað árið 1997 á Ísafirði og er fyrsta atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum
Vefsíða: http://www.komedia.is
Leikhús Akureyrar – Eina atvinnuleikhúsið utan höfuðborgarsvæðisins. Leikhúsið hefur tvö svið til umráða, annað hefðbundið og síðan annað svart rými,”black box”
Vefsíða: http://www.leikfélag.is
Norðurpóllinn – Leikhúsrými sem opnaði í gamalli plastverksmiðju á Seltjarnarnesi. Hefur yfir tveim sviðum að ráð auk lítils æfingasalar. Vefsíða: http://nordurpollinn.com
Sláturhúsið Menningarsetur – Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs stofnuð 2005 og er staðsett á Egilsstöðum
Vefsíða: http://www.slaturhusid.is/index.htm
Tjarnarbíó – nýuppgert leikhús í miðbæ Reykjarvíkur, heimili Sjálfstæðu Leikhúsanna
Vefsíða: http://www.tjarnarbio.is
Þjóðleikhúsið – Opnaði 1950. Í dag hefur leikhúsið yfir að ráða 3 leiksviðum, aðalsvið, svart rými “black box” og lítið svið fyrir barnasýningar.
Vefsíða: http://www.leikhusid.is
