Fréttir

Leikfélag Selfoss sýnir Á vit ævintýranna

Um næstu helgi frumsýnir Leikfélag Selfoss fjölskylduleikritið Á vit ævintýranna í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Leikritið er unnið í samvinnu leikstjórans og hópsins en efniviðurinn er ævintýri H.C Andersens um Litla Kláus og stóra Kláus, ljóð Davíðs Stefánssonar um Sálina hans Jóns míns og kvæði Páls J. Árdal, En hvað það var skrýtið.

Leikfélag Selfoss fagnar um þessar mundir 60 ára afmæli og því má búast við að öllu verði tjaldað til í þessari afmælissýningu. Allar nánari upplýsingar má finna á Facebook-viðburði sýningarinnar.

Eins og áður sagði er vika í frumsýningu en til að stytta biðina getur fólk fylgst með framvindunni á Snapchatreikningnum leik-selfoss.

- -

Upp