Sjálfstæðu leikhúsin

Leikfélag Selfoss situr upp kvennasýningu

Ljósmynd: poets.org (mynd af Margaret Eleanor Atwood)

Guðfinna Gunnarsdóttir vinnur nú að undirbúningi á leiksýningu sem hún mun leikstýra næsta haust hjá leikfélaginu. Verkið verður kvennasýning en hún er unnin upp úr skáldverkum hinnar kanadísku Margaret Atwood.

Margaret Eleanor Atwood (fædd 18. nóvember, 1939) er kanadískur rithöfundur, ljóðskáld, gagnrýnandi og femínisti sem hefur hlotið margvísleg verðlaun fyrir skrif sín, þar með talin Booker-verðlaunin.

Það verður spennandi að fylgjast með þróun þessa verkefnis hjá leikfélaginu. En geta má að Leikfélag Selfoss var stofnað árið 1958 og heldur því upp á 60 ára afmæli sitt á næsta ári.

- -

Upp