Fréttir

LA býður í dans

Mynd: Ásrún Magnúsdóttir (visir.is)

Dansvinnusmiðju fyrir stelpur á aldrinum 12-16 ára fer fram dagana 6., 7., og 8. október í Hofi og Samkomuhúsinu á Akureyri. Leikfélag Akureyrar býður upp á þessa smiðju og er hún án endurgjalds. Ásrún Magnúsdóttir, danshöfundur, verður leiðbeinandi á námskeiðinu.

Ásrún útskrifaðist af nútímdansbraut Listadansskóla Íslands 2007. Sama ár útskrifast hún úr Menntaskólanum við Hamrahlíð. Ásrún hefur unnið sem danskennari, dansari og danshöfundur. Hún er meðlimur og einn af stofnendum danshópsins HNOÐ. HNOÐ hefur víða komið við, síðast setti upp verkið SNOÐ, frumsýnt í ágúst 2010. Einnig er hún meðlimur leikhópsins Homo Ludens, sem síðast setti upp verk á BSÍ á Artfart og var auk þess með verk á leiklistarhátðinni LÓKAL haustið 2009. Ásrún útskrifaðist svo árið 2011 frá Samtímadansbraut Listaháskóla Íslands. Hún hefur starfað víða eftir útskrift, meðal annars í Berlín þar sem hún vann með danshöfundinum Constönzu Macras og hópnum Dorky Park.

Líkt og segir hér fyrir ofan þá er vinnusmiðjan án endurgjalds og er hluti af Borgarasviði LA 2017-2018.  Leikfélag Akureyrar vill  með Borgarasviðinu gefa borgurum Akureyrar tækifæri til að upplifa leikhúsið sem rými þar sem fólk hittist, hefur samskipti og tengist skapandi, þvert á aldur, kyn og félagslegan bakgrunn. Skráning á námskeiðið er á mak.is en námskeiðið takmarkast við 20 stúlkur.

- -

Upp