Borgarleikhúsið

Kvenfólk á svið í Borgarleikhúsinu

Sýningin Kvenfólk sem sló í gegn hjá Leikfélagi Akureyrar síðasta vetur verður sett upp á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu á næsta leikári og verður fyrsta sýningin fimmtudaginn 22. nóvember. Sýningin var tilnefnd til þriggja Grímuverðlauna, fyrir leikrit ársins, tónlist ársins og sprota ársins.

Dúettinn Hundur í óskilum, sem er skipaður þeim Hjörleifi Hjartarsyni og Eiríki Stephensen, fer í sýningunni yfir kvennasöguna á hundavaði og heldur hér áfram að varpa óvæntu ljósi á Íslandssöguna með húmorinn að vopni. Hund í óskilum ættu leikhúsáhorfendur að þekkja fyrir leiksýningar sínar Sögu þjóðar og Öldina okkar.

Fréttin er fengin af vef Borgarleikhússins.

- -

Upp