Uncategorized

Könnun á viðhorfi Íslendinga til ólíkra þátta sviðslita

 

Sýning ársins var unnin í þremur áföngum. Í fyrsta áfanga framkvæmdu 16 elskendur, í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, umfangsmikla könnun á viðhorfi Íslendinga til ólíkra þátta sviðslista. Hópurinn vann að undirbúningi spurninga í tveggja vikna vinnustofu í maí 2011. Útkoma þessara vinnustofu var svo þróuð, í samstafi við Félagsvísindastofnun HÍ, og sett fram í formi viðhorfskönnunar, sem lögð var fyrir slembiúrtak úr þjóðskrá sama sumar. Annar áfanginn fólst í að vinna úr niðurstöðum könnunarinnar. Hófst sú vinna í september 2011 í tveggja vikna vinnustofu þar sem helstu atriði könnunarinnar voru tekin fyrir og rannsökuð nánar, með tilliti til listrænnar útfærslu. Í janúar 2012 hófst þriðji og síðasti áfanginn; hin eiginlega vinna á listrænum útfærsluatriðum út frá forsendum könnunarinnar, með það að leiðarljósi að búa til sýningu sem hæfði öllum. 16 elskendur fengu m.a til liðs við sig leikskáldin Jón Atla Jónasson og Hrafnhildi Hagalín, leikstjórana Kristínu Eysteinsdóttur og Stefán Jónsson og leikarana Ilmi Kristjánsdóttur og Örn Árnason. Verkið var frumsýnt í byrjun mars 2012 og var sýnt fyrir fullu húsi í 12 skipti. Fyrir sýninguna var Sviðslistahópurinn 16 elskendur tilnefndur til Grímunnar sem Leikskáld ársins og sem Sproti ársins og hlutu Grímuna fyrir hið síðarnefnda. 16 elskendur stefndu á að sýna Sýningu ársins í september 2012 hjá Leikfélagi Akureyrar en því miður gekk sú áætlun ekki upp vegna fjárskorts og mikils umfangs sýningarinnar.

Á næstu vikum munu leikhusin.is birta skemmtilegar staðreyndir úr þessari umfangsmiklu könnun sem leikhópurinn gerði. En á meðfylgjandi skjali má finna

- -

Upp