Fréttir

Ísland vs. Finnland

Ari Eldjárn er einn af vinsælustu uppistöndurum landsins, en færri vita kannski að Ari er einnig með leynilegar tengingar við fyndnasta fólkið í Finnlandi. Nú hefur Ari fengið einn fremsta uppistandara Finnlands, Ismo Leikola, til liðs við sig og munu þeir setja saman sannkallaða grínveislu í Tjarnarbíói. Báðir verða þeir með sýningar á alþjóðlegum hátíðum í sumar, Ari á Edinburgh Fringe Festival og Ismo á Just for Laughs í Montreal. Þessi einstaka sýning er hugsuð sem fyrsta skrefið á hátíðarbrölti þeirra félaganna í sumar.
Ismo Leikola er þjóðþekkur í Finnlandi fyrir uppistand sitt en hefur undanfarið mest starfað í Bandaríkjunum. Þar kemur hann reglulega fram á heimsþekktum uppistandsstöðum á borð við Laugh Factory, sem kaus einmitt Ismo fyndnasta mann í heimi 2014.
Saman ætla Ari og Ismo skoða íslenskan og finnskan veruleika í óborganlegu nýju ljósi. Sýningin er öll á ensku.

- -

Upp