Fréttir

Inn, út, inn, inn, út

Þjóðleikúsið setur upp nýjan söngleik á næsta leikári og er honum lýst sem óði til Stuðmanna. Guðjón Davíð Karlsson bæði skrifar og leikstýrir verkinu.

Selma Björns­dótt­ir sem­ur dansa ásamt því að leika, en í öðrum lyk­il­hlut­verk­um eru Stefán Karl Stef­áns­son, Ólafía Hrönn Jóns­dótt­ir, Örn Árna­son og Eggert Þor­leifs­son.

Leik­ur­inn ger­ist í fé­lags­heim­ili úti á landi þar sem leik­fé­lagið á staðnum fagn­ar 100 ára af­mæli. Ein­hverj­ir í leik­hópn­um vilja setja upp söng­leik­inn Með allt á hreinu, en formaður leik­fé­lags­ins vill há­menn­ing­ar­lega dag­skrá með hápunkt­um úr sögu leik­fé­lags­ins. Af stað fer bráðfynd­in at­b­urðarás, þar sem kostu­leg­um per­són­um lend­ir sam­an, göml­um leynd­ar­mál­um er þyrlað upp í loft og ást­in blómstr­ar óvænt þar sem síst skyldi.

- -

Upp