Fréttir

Hvernig sýning er Ronja ræningjadóttir?

„Ronja ræningjadóttir er stórsýning. Þetta er stærsta sýning leikársins hérna í Þjóðleikhúsinu.“

Á þessum orðum hefst myndband sem Þjóðleikhúsið birti á Facebooksíðu sinni fyrr í dag. Í myndbandinu er rætt við Selmu Björnsdóttur leikstjóra sýningarinnar og leikarana Sölku Sól og Sigurð Þór Óskarsson, en þau leika Ronju og Birki Borkason.

Salka segir að gaman sé að leika Ronju, enda sé stutt í barnið innra með henni sjálfri. Sigurður Þór er sannfærður um að öll fjölskyldan geti haft gaman af sýningunni, hún sé fjörug og skemmtileg en jafnframt sorgleg og átakanleg.

Nánar má fræðast um Ronju ræningjadóttur hér og hægt er að kaupa miða á sýninguna á tix.is.

- -

Upp