Fréttir

Hver aumkaði sig yfir Viðari Eggertssyni?

Mynd: Vegggríma (Viðar Eggertsson)

Einhver miskunnsamur samborgari aumkaði sig yfir, leikstjóranum, Viðari Eggertssyni, í nótt eða í morgun og festi upp nýja vegggrímu fyrir utan heimili hans. En líkt og kom fram á mbl.is í ágúst þá var fallegri grímu líklega stolið fyrir utan heimili Viðars á aðfaranótt Menningarnætur og hefur hún ekki skilað sér heim. Þessi nýja gríma er ekki eins og hin gamla en samkvæmt Viðari þá er hin nýja samt mjög falleg. En þá er spurt: “Hver var svona hugulsamur að setja upp nýja grímu fyrir utan hjá Viðari?”.

 

 

- -

Upp