Fréttir

Hundar kepptust um hlutverk Tótó

Hundurinn Rio var ein af þeim sem sóttust eftir hlutverkinu

Þær voru ansi óvenjulegar, prufurnar sem framleiðendur Galdrakarlsins í Oz í Birmingham blésu til á dögunum. Prufurnar voru til þess ætlaðar að finna hinn fullkomna hund til að leika Tótó, hundinn hennar Dóróteu. BBC greinir frá.

Að sögn aðstandenda prufanna var leitað að litlum hundum, nógu litlum til að passa í körfuna hennar Dóróteu. Auk þess þurfti hundurinn að kunna að fylgja einföldum skipunum eins og að sitja og elta. Að öðru leyti mátti hundurinn líta hvernig sem er út.

Að sögn Madeleine Kludje, aðstoðarleikstjóra sýningarinnar, eru prufurnar fullkomið tækifæri fyrir fólk sem heldur því fram að hundurinn þeirra sé einstakur.

- -

Upp