Fréttir

Húmor og hold, daður og dónó!

Mynd: Reykjavík Kabarett (Reykjavík Kabarett)

Reykjavík Kabarett í fyrsta sinn á Akureyri þann 9. febrúar, 2018!

Reykjavík Kabarett blandar saman burlesque, kabarett, sirkuslistum, dragi og töfrum. Sýningin er gestasýning Leikfélags Akureyrar. Á sýningunni mun Kabarettfjölskyldan sýna bestu atriðin sem fram hafa komið undanfarið ár og verður þetta því algjör lúxussýning. Akureyska dragstjarnan Gógó Starr mun dansa á kynrófinu, burlesquedrottning Íslands Margrét Maack mun trylla fólk, Lárus töframaður fær áhorfendur til að standa á öndinni, Maísól kitlar hláturtaugarnar, Margrét Arnar leikur á harmónikku og Ungfrú Hringaná sveiflar hringjum og sviptir sig spjörum. Frjálst sætaval og frjálslegur klæðnaður. Sýningin er bönnuð innan 18 ára og hentar ekki þeim sem eru viðkvæmir fyrir dónabröndurum eða undrum mannslíkamans.

Páll Óskar hafði þetta að segja um sýninguna:

“Reykjavík Kabarett leysir kynveruna, dónann og húmoristann í manni úr ánauð.” – Páll Óskar

Nælið ykkur í miða hér.

- -

Upp