Borgarleikhúsið

Hjartnæmt kynningarmyndband Allt sem er frábært

Um helgina var sýningin Allt sem er frábært frumsýnd á litla sviði Borgarleikhússins. Verkið fjallar um mann sem heldur úti lista um allt sem er frábært í heiminum. Listinn er áminning um það að heimurinn er uppfullur af hlutum sem gera lífið þess virði að lifa því.

Í skemmtilegu kynningarmyndbandi sem Borgarleikhúsið gaf út á dögunum eru gangandi vegfarendur beðnir um að nefna þá hluti sem gera lífið frábært. Hvaða hlutir kæmust á þinn lista?

Nánari upplýsingar um verkið má finna hér.

- -

Upp