Fræðsla

Himnaríki og helvíti í Háskóla Íslands

Mynd: Himnaríki og helvíti (borgarleikhúsið)

Í tengslum við uppsetningu leikhússins á Himnaríki og helvíti, í nýrri leikgerð eftir Bjarna Jónsson, mun Endurmenntun Háskóla Íslands efna til námskeiðs um verkið og uppsetninguna, í samvinnu við leikhúsið. Auk fyrirlestra munu þátttakendur eiga þess kost að fylgjast með æfingu í Borgarleikhúsinu, ásamt því að sækja lokaæfingu og ræða við leikstjóra og aðstandendur um æfingaferli, vinnuaðferðir og markmið.

Himnaríki og helvíti er leiksýning sem fjallar um glímu mannsins við öfl náttúrunnar, hið ytra sem hið innra. Sýningin byggir á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar, bókunum Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins – einu umtalaðasta stórvirki íslenskra bókmennta á síðari tímum. Leikstjóri er Egill Heiðar Anton Pálsson.

Miði á lokaæfingu er innifalinn í námskeiðsgjaldi.

Fyrirlesarar á námskeiðinu verða Jón Kalman Stefánsson, höfundur bókanna, Ingi Björn Guðnason, bókmenntafræðingur, Bjarni Jónsson, höfundur leikgerðarinnar, og Egill Heiðar Anton Pálsson, leikstjóri sýningarinnar.

Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna hér.

(Upplýsingar af vef endurmenntun.is)

- -

Upp