Fréttir

Hildur Vala tekur við hlutverki Ronju

Hildur Vala Baldursdóttir tekur við draumahlutverkinu, titilhlutverkinu í Ronju ræningjadóttur, nú um helgina. Salka Sól leikur fyrri sýninguna á sunnudaginn, en Hildur Vala leikur seinni sýninguna, og tekur svo við hlutverkinu þar sem Salka Sól á von á barni og getur því ekki lengur leikið þetta krefjandi hlutverk.

Hildur Vala Baldursdóttir útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands nú í vor, og var strax boðinn samningur við Þjóðleikhúsið, enda afar efnileg leikkona. Auk þess að leika Ronju leikur hún í Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur), Atómstöðinni og Meistaranum og Margarítu í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020.

Hildur Vala lék í ýmsum söngleikjum í Borgarleikhúsinu og Verslunarskóla Íslands áður en hún hóf nám í LHÍ, en leikur nú sitt stærsta hlutverk til þessa.

Grein frá Þjóðleikhúsinu.

- -

Upp