Fræðsla

Heba Þórisdóttir á lista fyrir Óskarinn

María Birta kom fram í kvikmyndinni í litlu aukahlutverki en hún er hér til vinstri og Heba Þórisdóttir til hægri. Þarna voru þær saman á setti í Playboy-setrinu í Los Angeles.

Heba Þórisdóttir er á lista yfir þá sem gætu unnið Óskarinn í byrjun næsta árs en hún fór fyrir förðunarteyminu í kvikmynd Quentin Tarantino, Once Upon a Time… in Hollywood. Þetta kom fram hjá Óskarsakademíunni í gær.

Þar kom einnig fram að Hildur Guðnadóttir kæmi til greina fyrir tilnefningu til Óskars fyrir tónlist sína í Jókernum.

Heba var yfirmaður förðunardeildarinnar í kvikmyndinni og mun væntanlega taka við gylltu styttunni eftirsóttu ef kvikmyndin vinnur verðlaunin. Hún er búin að vera að raða inn fleiri tilnefningum fyrir myndina, meðal annars til Critics Choice-verðlaunanna.

Heba lék líka hlutverk í myndinni, förðunarkonuna Sonju, og lék á móti Leonardo DiCaprio í einni senu.

Eftirfarandi tíu kvikmyndir koma til greina fyrir tilnefningar til Óskars. 13. janúar kemur í ljós hvaða fimm myndir hljóta tilnefningu en þá verða allar tilnefningar til Óskarsins kynntar með viðhöfn.

Bombshell
Dolemite Is My Name
Downton Abbey
Joker
Judy
Little Women
Maleficent: Mistress of Evil
1917
Once Upon a Time… in Hollywood
Rocketman

Heba var á dögunum í viðtali hjá Jóhanni og Lóu í þættinum Tala saman á Útvarpi 101. Þar kom meðal annars fram að hún hefur unnið með Tarantino frá árinu 2001.

Grein frá Vísi.

- -

Upp