Fréttir

Gleði og grátur í Þjóðleikhúsinu í vetur

Lækkandi sól og komandi skammdegi boða sem betur fer nýtt leikár. Það er af ýmsu að taka hjá leikhúsunum og ætlum við hjá leikhusin.is að fjalla um dagskrá vetrarins í stuttum umfjöllunum á næstu dögum. Við byrjum umfjöllun okkar á Þjóðleikhúsinu.

Pólitíkin virðist ætla spila stórt hlutverk í báðum stóru leikhúsunum í byrjun vetrar. Fyrsta stóra sýning ársins hjá Þjóðleikhúsinu er Óvinur fólksins eftir Henrik Ibsen í leikstjórn Unu Þorleifsdóttir sem hefur sannað sig sem ein af okkar allra bestu leikstjórum, en hennar síðasta uppfærsla var Tímaþjófurinn sem hún hlaut mikið lof fyrir.

Edda Björgvinsdóttir mun stíga á sviði í október í nýju leikverki, Risaeðlurnar, eftir Ragnar Bragason. Það verður gaman að sjá Eddu Björgvinsdóttur aftur á leiksviði en hún hefur verið að slá í gegn í myndinni Undir Trénu og hlotið hefur góðar umsagnir í bæði innlendum og erlendum miðlum. Ragnar Bragason leikstýrir verkinu, en hann er þekktur fyrir natúralíska nálgun á sviði og sterka karaktersköpun í vinnu sinni með leikurum. Það verður því spennandi að sjá útkomuna af samstarfi þeirra Eddu og Ragnars.

Jólasýning Þjóðleikhúsins er Hafið, eftir Ólaf Hauk Símonarson. Verkið var síðast sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1992. Hafið er átakamikill fjölskylduharmleikur í íslensku sjávarþorpi, en líkt og önnur verk höfundar fullt af beittum húmor. Einn af okkar ástælastustu leikurum, Þröstur Leó Gunnarsson, leikur aðalhluverkið. En það var orðið löngu tímabært að sjá Þröst aftur í dramatísku burðarlhltuverki á stórasviðinu. Leikstjórn er í höndum Sigga Sigurjóns.

Guðjón Davíð Karlsson mun reyna koma landanum í gegnum myrkasta skammdegið í febrúar, en þá mun Þjóðleikhúsið frumsýna söngleikinn Slá í Gegn, byggðan á lögum Stuðmanna.

Þjóðleikhúsið lýkur svo leikárinu á  Svartalogn sem er byggð á samnefndri skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur, en í henni fjallar höfundur af næmi og innsæi um hlutskipti kvenna sem samfélagið metur lítils. Bókin kom út árið 2016 og öðlaðist miklar vinsældir. Leikstjórn er í höndum Hilmis Snæs Guðnasonar.

Hér er hægt að nálgast miða á sýningarinnar sem og ítarlegri umfjallanir um verkin:

22.sept

Óvinur Fólksins

http://www.leikhusid.is/syningar/ovinur-folksins

20. október

Risaeðlurnar

http://www.leikhusid.is/syningar/risaedlurnar

26. desember

Hafið

http://www.leikhusid.is/syningar/hafid

24.febrúar
Slá í gegn

http://www.leikhusid.is/syningar/sla-i-gegn

21. apríl
Svartalogn

http://www.leikhusid.is/syningar/svartalogn

*dagsetningar geta breyst

 

- -

Upp