Fréttir

Gamanverk um fáránleika stjórnkerfisins

Fjallað var um Svartlyng, nýjasta verk leikhópsins GRAL, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Verkið er sótsvartur gamanleikur eftir Guðmund Brynjólfsson en það er Bergur Þór Ingólfsson sem leikstýrir.

Að sögn Bergs er verkið sprenghlægilegt gamanverk um fáránleika stjórnkerfisins. Verkið hefst á því að ráðherra ræður sér gluggaþvottamann í þeirri von um að þannig geti hún aukið gegnsæi í landinu.

Leikarar í verkinu eru þau Sólveig Guðmundsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Benedikt Karl Gröndal, Þór Tulinius, Emilía Bergsdóttir og Valgerður Rúnarsdóttir en sú síðastnefnda sér einnig um sviðshreyfingar. Ljósahönnun verður í höndum Magnúsar Arnars Sigurðssonar og um búninga- og sviðshönnun sér Eva Vala Guðjónsdóttir.

Svartlyng verður frumsýnt í Tjarnarbíó 21. september næstkomandi.

Hér má finna facebook viðburð sýningarinnar og hér er hægt að kaupa miða.

- -

Upp