Fréttir

Fyrsti samlestur fyrir Níu líf

Fyrir stuttu var fyrsti samlesturinn á söngleiknum Níu líf sem fjallar um Bubba Morthens í tali og tónum og verður frumsýndur föstudaginn 13. mars. Allur leikhópurinn settist saman á Stóra sviðinu og las saman verkið auk þess að syngja lögin við undirspil Guðmundar Óskars Guðmundssonar, tónlistarstjóra.

Ólafur Egill Egilsson er höfundur söngleiksins og leikstjóri sýningarinnar og leikarar í verkinu eru þau Aron Már Ólafsson, Björn Stefánsson, Esther Talia Casey, Halldóra Geirharðsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson, Jóhann Sigurðarson, Rakel Björk Björnsdóttir og Valur Freyr Einarsson.

Listrænir stjórnendur auk Ólafs eru Ilmur Stefánsdóttir, leikmyndahöfundur, Filippía I. Elísdóttir, búningahöfundur, Björn Bergsteinn Guðmundsson, lýsing, Gunnar Sigurbjörnsson, hljóð, Elín Sigríður Gísladóttir, leikgervi, og Lee Proud, danshöfundur.

Grein frá Borgarleikhúsinu.

- -

Upp