Fréttir

Fyrsta skiptið: Litið inn á æfingu

Nú standa yfir síðustu æfingar á nýju gamanleikriti í Gaflaraleikhúsinu. Verkið heitir Fyrsta skiptið og er samið og leikið af ungu hæfileikafólki. Björk Jakobsdóttir leikstýrir, en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hún leikstýrir ungu og efnilegu hæfileikafólki í Hafnarfirðinum. Hér að ofan má sjá myndband af því þegar útsendarar frá RÚV núll kíktu á æfingu í vikunni.

Fyrsta skiptið er gamanverk um kynlíf og allt sem því tengist. Í verkinu er fjallað um hin ýmsu fyrstu skipti: Fyrsta kossinn, fyrsta kynlífið, fyrsta stefnumótið og svo mætti eflaust lengi telja. Eins og sjá má í viðtalinu hér að ofan notast leikararnir mikið við myndlíkingar, en í sýningunni má til að mynda sjá afar listrænan dans sem táknar fyrsta sleikinn

Höfundar og leikarar í verkinu eru þau Arnór Björnsson, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Inga Steinunn Henningsdóttir, Mikael Emil Kaaber og Óli Gunnar Gunnarsson.

Miðasala á verkið er hafin og fer hún fram á tix.is.

- -

Upp