Fréttir

Framundan í beinu streymi

Næsta á dagskrá hjá Borgó í beinni eru tónleikar með Bubba Morthens í beinni útsendingu frá Stóra sviði Borgarleikhússins kl. 12 í dag, föstudag. Bubbi tekur nokkur lög og segir sögur um tilurð laganna.

Dagskrá næstu daga:

Föstudagurinn 20. mars
Kl. 12 – Tónleikar með Bubba Morthens – smelltu hér til að horfa á streymið .
Hinn eini sanni Bubbi Morthens mætir í Borgarleikhúsið með gítarinn, tekur nokkur lög og segir sögurnar á bakvið lögin. Bubbi verður með tónleika alla föstudaga þar til samkomubanni lýkur.

Laugardagurinn 21. mars 
Kl. 12 – Gosi les ævintýrið um spýtustrákinn Gosa
Haraldur Ari Stefánsson sem leikur Gosa í uppsetningu Borgarleikhússins á ævintýrum spýtustráksins les söguna um Gosa. Tilvalið fyrir þau yngstu.

Sunnudagurinn 22. mars
Kl. 12 – Mary Poppins – bakvið tjöldin.
Sýnt frá upptökum bakvið tjöldin frá uppsetningu Borgarleikhússins á söngleiknum Mary Poppins.

Öllum þessum viðburðum verður streymt beint á visir.is og einnig verður hægt að finna upplýsingar á samfélagsmiðlum leikhússins.

Athugið að tímasetningar viðburða geta breyst.

Streymi frá fyrri viðburðum

– Lestur Maríönnu Clöru á skemmtisögu úr Tídægru – hér.
– Spjall Ólafs Egils Egilssonar og Brynhildar Guðjónsdóttur um sýningarnar um Bubba og Elly – hér.

 

Grein frá Borgarleikhúsinu.

- -

Upp