Lífsstíll

FRÁBÆR VALKOSTUR Á ALICANTE SVÆÐINU

Bonalba er hannaður af D. Ramon Espinosa, þekktum spænskum golfvallarhönnuði sem er talinn einn af betri golfvallahönnuðum í Evrópu. Við golfvöllinn er mjög gott 4ra stjörnu hótel sem farþegar okkar gista á. Herbergin eru öll búinn helstu þægindum til að gera fríið sem best.

Á Bonalba er ávallt morgunverður innifalinn og svo er val um kvöldverð, drykki með kvöldverð eða alla drykkir frá kl. 17:00 – 23:00.

Bonalba er vel staðsett og í boði er að spila á vinavöllum okkar Font Del Lloop eða Alenda fyrir aðeins 35€ aukalega og þá er golfbíll innifalinn.

  • Hótelið er staðsett við golfvöllinn.
  • 30 mínútna fjarlægð frá flugvellinum
  • 20 mínútna fjarlægð frá miðborg Alicante
  • 10 mínútna fjarlægð frá strönd.
  • Stór sundlaugargarður
  • Vinavellir

 

Bonalba golfvöllurinn, par 72, gulir teigar: 6.096 m, rauðir teigar: 5.329 m, liggur í skemmtilegu landslagi umhverfis Bonalba hótelið. Þrátt fyrir að það sé töluvert landslag í vellinum þá er hann alls ekki erfiður að ganga. Flatirnar eru nokkuð stórar eins og gerist og gengur á flestum spænskum völlum og þrátt fyrir að það sé ekki mikið landslag í flötunum þá getur verið kúnst að lesa þær rétt. Við klúbbhúsið eru góðar púttflatir til að hita upp aðalkylfuna fyrir leikinn, einnig er hægt að slá í net við hliðina á fyrsta teig.

Farþegum Golfskálans býðst að leika einstaka daga á Alenda eða Font Del Llop, 30 mínútna fjarlægð frá Bonalba. Ef áhugi er á því best að láta vita fyrir brottför svo hægt sé að afpanta golfið á Bonalba og kanna með rástíma.

HÓTEL BONALBA ****

Öll herbergin eru með svölum, öryggishólfi, loftkælingu og sjónvarpi. Á jarðhæð hótelsins er veitingastaður, sportbar, heilsulind með þurrgufu, (sauna), blautgufu, (steambath), og innisundlaug með nuddstútum. Aðgangur er innifalinn í verði ferða, en greiða þarf sérstaklega fyrir nudd og dekur meðferðir. Fyrir utan hótelið er svo stór sundlaugargarður með góðri aðstöðu til slökunar í sólinni.

Góð staðsetning

Hótelið og völlurinn eru í aðeins 30 mínútna fjarlægð frá flugvellinum og 20 mínútna fjarlægð frá miðborg Alicante.

Heimasíða Hótel Bonalba

Herbergi og aðstaða:

Nánari upplýsingar fást á heimasíðu Golfskálans.

- -

Upp