Fréttir

Fósturverkefni LA

Ennþá er hægt að sækja um að verða fósturverkefni í Gróðurhúsi LA á leikárinu 2018-2019.

Eitt af markmiðum LA er að rækta hæfileika ungs listafólks í frumsköpun í sviðslistum, að vera gróðurhús fyrir hugmyndir, staður þar sem draumar rætast. Rödd ungs fólks er mikilvæg og skapa þarf tækifæri fyrir unga listamenn til að eiga stefnumót við áhorfendur. LA vill að spurningum og rannsóknum borgaranna sé veittur skapandi vettvangur í leikhúsinu. Þessum markmiðum vill leikfélagið ná með Gróðurhúsi LA. Leikfélagið auglýsir eftir verkefnum frá sviðslistafólki til að verða fósturverkefni Leikfélags Akureyrar.  Þau sviðslistaverkefni sem valin eru verða hluti af leikárinu 2018-2019.

Hér má sækja um að vera hluti af Gróðurhúsi LA leikárið 2018-2019

- -

Upp