Fréttir

Föstudagsmyndbandið: Key&Peele gera grín að Les Misérables

Key & Peele eru án efa einhverjir bestu sketch-grínistar okkar tíma. Í þessu klassíska myndbandi gera þeir grín að söngleikjaforminu og þá sérstaklega þeirri tegund söngleikjalaga þar sem margar persónur koma saman og syngja ofan í hvor aðra á dramatískum hápunkti í verkinu.

Lagið heitir One at a time er klárlega innblásið af One day more úr söngleiknum Les Misérables en í laginu reynir aðalpersónan að ná smá einbeitingu og biður því persónurnar að tala eina í einu (one at a time).

- -

Upp