Fréttir

Föstudagsmyndbandið: Blóðpoki með sjálfstæðan vilja

Það getur verið erfitt að vinna með leikhúsgaldra á borð við blóðpoka. Ef blóðpokinn springur á vitlausum tíma getur það aldeilis eyðilagt senur. Þetta lærðu söngvarar í skólauppsetningu á Vesalingunum árið 2007.

Á hádramatísku augnabliki sprakk blóðpoki einnar söngkonunnar sem átti greinilega ekki að deyja alveg strax. Sem betur fer átti atvikið sér stað á æfingu, en myndbandið er engu að síður stórkostlega fyndið.

- -

Upp