Fréttir

Forsetinn komst ekki á 1984

#borgarleikhúsið (Eliza Reid, Katrín Oddsóttir og Kristín Eysteinsdóttir)

Á föstudaginn var frumsýnt, á nýja sviði Borgarleikhússins, leikritið 1984 sem samið er upp úr samnefndri skáldsögu eftir George Orwell. Skáldsagan er ein frægasta dystópía bókmenntasögunnar. Framtíðarsýnin er myrk og er sagan að mörgum talin ein áhrifamesta bók 20. aldar. Áhrifin sýna sig til dæmis í því að sala á bókinni rauk upp úr öllu valdi þegar Trump varð forseti.

Í leikgerð skáldsögunnar eru áhorfendur dregnir inn í framtíðarsamfélag. Ágengum spurningum er varpað fram: Hvernig vitum við að veröld okkar er raunveruleg? Hvað er sannleikur og hvað sannlíki í yfirþyrmandi eftirlitssamfélagi nútímans þar sem hvert okkar spor er rakið af stórfyrirtækjum á netinu, með símtækjum, öryggismyndavélum og rafrænum skilríkjum?  Hver er staða einstaklingsins í þessum ósköpum og yfirgangi og hvernig getur hann varðveitt sjálfan sig?

Það var því stórmerkilegt fyrir frumsýningargesti að sitja í sal Nýja sviðs Borgarleikhússins að kvöldi viðburðaríks dags með stjórnarslitum sem að öllu líkindum hefðu ekki orðið ef ekki hefði verið fyrir leikstjóra sýningarinnar, Berg Þór Ingólfsson, og baráttu hans fyrir réttlæti og heyra sífellt vísað til óendanlegs og takamarkalauss valds „Flokksins“ enduróma um salinn.

Ekki varð þver­fótað fyr­ir þekktu fólki á frum­sýn­ing­unni enda margir sem upplifa vildu þessa sögulegu stund. Forseti Íslands var þó skiljanlega vant við látinn vegna viðræðna við formenn flokkanna. En hin glæsilega forseta frú, Eliza Reid, mætti og virtist skemmta sér vel.

 

- -

Upp