Fréttir

Fly me to the Moon frumsýnt í kvöld

Í kvöld frumsýnir Þjóðleikhúsið gamanverkið Fly me to the Moon. Verkið er gamanleikur eftir Marie Jones, höfund leikritsins Með fulla vasa af grjóti sem sló í gegn á Íslandi á sínum tíma. Verkið fjallar um Francis og Lorettu sem vinna báðar sem aðstoðarkonur 84 ára gamals manns sem er mikill aðdáandi Franks Sinatra.

Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Anna Svava Knútsdóttir fara með hlutverkin í sýningunni og er henni leikstýrt af höfundinum sjálfum, Marie Jones. Í Fréttablaðinu í dag var birt skemmtilegt viðtal við Önnu Svövu sem má lesa hér.

Við óskum aðstandendum í Þjóðleikhúsinu góðs gengis í kvöld! Toj toj!

- -

Upp