Fréttir

Fjölskyldutónleikar í Þjóðleikhúsinu

Mynd: Halli, Gói og Ólafur Haukur (Þjóðleikhúsið)

Eniga Meniga á Stóra sviðinu 28. október. Sígildu lögin hans Ólafs Hauks flutt af krafti og gleði. 

Fjölskyldutónleikar í Þjóðleikhúsinu í tilefni af stórafmæli leikskáldsins og lagahöfundarins Ólafs Hauks Símonarsonar. Leikarar, söngvarar, hljóðfærasnillingar, ljós- og hljóðgaldramenn bjóða til veislu fyrir augu og og eyru. Hin sígildu lög Ólafs Hauks flutt í nýjum búningi. Eitthvað fyrir alla fjölskyldumeðlimi en einkum þó ungu kynslóðina. Veislustjórar verða þeir Halli og Gói í fötum af vinum sínum, Hatti & Fatti. En einnig koma fram: Ólafía Hrönn, Snæfríður Ingvars, Oddur Júl., Siggi Þór og fleiri. Tónlistarstjóri er Jón Ólafsson. Eitthvað fyrir alla, konur og kalla, krakka með hár og kalla með skalla.
Miðasala í fullum gangi. Athugið, aðeins er sýnt þennan eina dag!

Hér má nálgast miða á sýninguna.

- -

Upp