Lífsstíll

Festive.is tekur hausverkinn úr skemmtanahaldinu!

Hyggur þú á viðburðarhald? Ertu að leita að hinum fullkomna veislusal fyrir brúðkaupsveisluna, hentugum sal fyrir vinnufundi, töff rými til að taka upp tónlistarmyndband, aðgengilegum stað fyrir blaðamannafund? Sama hvert tilefnið er, þá er mikilvægt að finna hentugan stað sem rúmar áætlaðan fjölda gesta og passar fyrir hvert tilefni fyrir sig. Hausverkurinn, sem fylgir því að leita að uppi hentug rými fyrir viðburðinn, getur verið mikill. Veislu- og fundarsali má finna á fjölmörgum stöðum eins og íþróttahúsum, félagsheimilum, safnaðarheimilum, skrifstofubyggingum, veitingastöðum og víðar. Og oftar en ekki hefur fólk fátt annað en orðið á götunni um að þessi eða hinn sé að leigja út sal á skikkanlegu verði.

Festive.is er ný og glæsileg vefsíða sem hjálpar fyrirtækjum sem og einstaklingum að finna leigurými fyrir stóra sem smáa viðburði sem og þjónustu fyrir viðburðarhald.

 

Hundruð rýma á einum stað

Festive.is er þægilega uppsett og þar geturðu vafrað um hundruð rýma sem henta fyrir hvaða tilefni sem er. Leitarsían einfaldar ferlið enn frekar og sýnir þér eingöngu þá sali og rými sem henta fyrir þinn viðburð og þann fjölda gesta sem áætlaður er. Undir hverju rými stendur til boða að hafa beint samband við umboðsaðila rýmisins sem tryggir snögg og hnitmiðuð samskipti.

Festive.is gerir veisluna skemmtilegri!

Vantar skemmtiatriði fyrir árshátíðina? Söngvara í brúðkaupið? Töframann í barnaafmælið? Á festive.is finnurðu ýmsa listamenn og skemmtikrafta sem bjóða upp á fjölbreytt skemmtiatriði fyrir ýmiss konar tilefni.

Á vefsíðunni finnurðu einnig aðra tengda þjónustu svo sem fjölda ljósmyndara, fyrirtæki sem leigja út ljósmyndakassa, hreingerningarþjónustur, skreytingaþjónustur og margt fleira.

Festive.is er opinn vettvangur fyrir verktaka, útleigjendur sala og fleiri sem bjóða upp á þjónustu fyrir hvers kyns viðburði og veisluhald. Skráðu þig eða þína sali á festive.is.

- -

Upp