Fræðsla

Félag íslenskra leikara stendur fyrir opnum fundi með fulltrúum stjórnmálaflokkanna

Tilkynning frá félagi íslenskra leikara:
 
Þriðjudaginn 24. október stendur Félags íslenskra leikara fyrir opnum fundi í Tjarnabíó þar sem fulltrúum stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram á landsvísu verður boðið til umræðu um framtíðarsýn þeirra er varðar menningu og listir og stöðu hinna skapandi greina í samfélaginu.
Í upphafi fundarins verður sjónum beint að eftirfarandi en svo verður opnað fyrir spurningar úr sal.
1. Sjálfstætt ráðuneyti lista og menningar; Málefni lista, menningar og skapandi greina koma inn á borð margra ráðuneyta og njóta því miður hvergi þeirrar athygli sem þeim ber. Það er mikilvægt að menning og listir eigi sterkan málsvara við ríkisstjórnarborðið.
2. Kynningarmiðstöð sviðslista; Á Íslandi er mikið af öflugu fagfólki í öllum listgreinum og hafa starfandi kynningarmiðstöðvar unnið frábært starf við rýran kost. Því hefur fylgt aukinn áhugi á Íslandi og því sem þaðan kemur. Kynningarmiðstöð sviðslista er enn ekki stofnuð. Það hefur verið í vinnslu í áraraðir en ekkert gerist. Slík miðstöð yrði mikilvæg gátt út í heim fyrir íslenskt sviðslistafólk sem nú starfar á afar litlum markaði. Tækifærin eru þarna en þau eru ekki nýtt.
3. Húsnæðismál Listaháskóla Íslands; LHÍ er eini listaháskóli landsins. Hann hefur verið fjársveltur frá upphafi og starfsemi hans er dreifð um alla borg og amk að hluta fer hún fram í húsnæði sem er hreint út sagt heilsuspillandi.
Fundurinn verður í Tjarnarbíói og hefst kl. 20.00 Fundartími er áætlaður ca 90 mínútur og honum verður streymt beint á netinu.
Í þessari stuttu kosningabaráttu hefur lítið verið talað um menningu og listir . Það er einlæg von okkar að listamenn mæti á staðinn og sýni þessu áhuga og nýti tækifærið til að eiga beint samtal við frambjóðendur
Fyrir hönd stjórnar Félags íslenskra leikara
Birna Hafstein, formaður

- -

Upp