Sjálfstæðu leikhúsin

Feigð Hugleiks

Ljósmynd: Borgarleikhúsið

Leikfélagið Hugleikur sýnir nýjan íslenskan söngleik eftir Ármann Guðmundsson sem jafnframt leikstýrir. Alls taka fimmtán manns þátt í verkinu.
Á Skollakoti í íslenskri 19. aldar sveit býr nískur maður að nafni Greipur. Hann er nýkvæntur hinni ungu og fögru Sesselju sem rennir því miður hýru augu til hins lánlausa og harðgifta Þiðriks. Líftími hveitibrauðsdaganna reynist því ekki langur né heldur samsveitunga þeirra, sem láta græðgi, öfund og afbrýðisemi hlaupa með sig í gönur. Nóg er af feigðinni og alltaf kemur meira.
Sýnt í Kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekku, við Rafstöðvarveg. Miðaverð er kr. 2.500 og miðapöntun fer fram á hugleikur.is. Það er posi á staðnum.

Næstu sýningar:
Fimmtudaginn 5. maí kl. 20.00 – uppselt
Sunnudaginn 8. maí kl. 20.00
Miðvikudaginn 11. maí kl. 20.00
Föstudagurinn 13. maí kl. 20.00

- -

Upp