Fréttir

Feðgar saman á sviði

Mynd: Felix Bergsson (Tjarnarbíó)

Jólaævintýri fyrir alla fjölskylduna eftir Felix Bergsson í samvinnu við Kolbrúnu Halldórsdóttur og Helgu Arnalds snýr aftur á svið. Verkið var frumsýnt í London árið 2002 og hefur verið sýnt reglulega á aðventunni síðan þá. Í fyrra sló sýningin enn í gegn, á sínu fimmtánda sýningarári, og var uppselt á allar sýningar. Í kjölfarið hefur Forlagið ákveðið að endurútgefa bókina með ævintýrinu en hún hefur verið uppseld í áraraðir. Bókin kemur út í september.

Verkið byggir á sögunum um sveinstaulana þrettán, syni Grýlu og Leppalúða. Nú eru það jólasveinarnir sem reyna að bjarga drengnum Augasteini úr klóm Grýlu og jólakattarins áður en jólin ganga í garð.

Til gamans má geta að sonur Felixar, Guðmundur Felixson, er meðleikari og sviðsstjóri í sýningunni. Það má því með réttu kalla þetta sanna fjölskyldusýningu.

Hér er hægt að næla sér í miða: https://tix.is/is/buyingflow/tickets/4978/

Höfundur: Felix Bergsson í samvinnu við Kolbrúnu Halldórsdóttur og Helgu Arnalds

Leikari: Felix Bergsson

Brúður og leikmynd: Helga Arnalds

Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason

Tónlistarstjóri: Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson

Upptökustjóri: Sveinn Kjartansson

Meðleikari og sviðsstjóri: Guðmundur Felixson

Leikstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir

- -

Upp