Fréttin er fengin af vef Borgarleikhússins.
Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Gísli Örn Garðarsson og Ólafur Egill Egilsson fengu Menningarverðlaun DV fyrir leiklist fyrir sýninguna Elly. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum DV fyrir stuttu.
Sýningin Elly var frumsýnd á Nýja sviði Borgarleikhússins þann 18. mars árið 2017 en var færð yfir á Stóra svið leikhússins vegna mikilla vinsælda. Alls hefur sýningin verið sýnd rúmlega 150 sinnum en á sunnudaginn verður 100. sýningin á Stóra sviðinu.
Sýningar Borgarleikhússins voru alls tilnefnd til þrennra af fimm Menningarverðlaunum fyrir leiklist. Brynhildur Guðjónsdóttir var tilnefnd fyrir hlutverk sitt í Guð blessi Ísland eftir Mikael Torfason og Þorleif Örn Arnarsson í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar og Tyrfingur Tyrfingsson, Sigrún Edda Björnsdóttir og Ólafur Egill Egilsson voru tilnefnd fyrir Kartöfluæturnar.
