Borgarleikhúsið

Elly fékk menningarverðlaun DV

Fréttin er fengin af vef Borgarleikhússins.

Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Gísli Örn Garðarsson og Ólafur Egill Egilsson fengu Menningarverðlaun DV fyrir leiklist fyrir sýninguna Elly. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum DV fyrir stuttu.

Sýningin Elly var frumsýnd á Nýja sviði Borgarleikhússins þann 18. mars árið 2017 en var færð yfir á Stóra svið leikhússins vegna mikilla vinsælda. Alls hefur sýningin verið sýnd rúmlega 150 sinnum en á sunnudaginn verður 100. sýningin á Stóra sviðinu.

Sýningar Borgarleikhússins voru alls tilnefnd til þrennra af fimm Menningarverðlaunum fyrir leiklist. Brynhildur Guðjónsdóttir var tilnefnd fyrir hlutverk sitt í Guð blessi Ísland eftir Mikael Torfason og Þorleif Örn Arnarsson í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar og Tyrfingur Tyrfingsson, Sigrún Edda Björnsdóttir og Ólafur Egill Egilsson voru tilnefnd fyrir Kartöfluæturnar.

- -

Upp