Fréttir

Elly á stóra sviðið

Ljósmynd: Borgarleikhúsið

Sýningin Elly, eftir Gísla Örn Garðarsson og Ólaf Egil Egilsson, verður flutt, vegna gífurlegra vinsælda, frá nýja sviðinu yfir á stóra svið Borgarleikhúsins á næsta leikári.

Sýningin hlaut jafnframt flestar grímutilefningar í ár.

Katrín Halldóra Sigurðardóttir, sem fengið hefur lof fyrir túlkun sína á Elly, var bæði tilnefnd sem leikkona ársins í aðalhlutverki og söngvari ársins. Þá var sýningin einnig tilnefnd fyrir leikkonu í aukahlutverki, leikara í aukahlutverki, leikmynd, búninga og hljóðmynd.

- -

Upp