Borgarleikhúsið

Dúkkuheimili, annar hluti frumsýndur í kvöld

Í kvöld er frumsýning annars hluta Dúkkuheimilisins á nýja sviði Borgarleikhússins. Verkið er framhald hins byltingarkennda verks Henrik Ibsen frá árinu 1879. Framhaldið er hinsvegar ekki eftir Ibsen, heldur var það skrifað árið 2017 af Lucas Hnath.

Unnur Ösp Stefánsdóttir og Hilmir Snær Guðnason leika Nóru og Þorvald Helmer rétt eins og í uppfærslu Borgarleikhússins á fyrri hlutanum árið 2015. Sú uppsetning hlaut gríðarlega góðar viðtökur en verkið hlaut sex verðlaun á Grímunni, þar á meðal fyrir sýningu ársins.

Aðrir leikarar í verkinu eru hin nýútskrifaða leikkona Ebba Katrín Finnsdóttir og reynsluboltinn Margrét Helga Jóhannsdóttir. Leikstjóri er Una Þorleifsdóttir og þýðing er í höndum Sölku Guðmundsdóttur.

Nánari upplýsingar um sýninguna má finna hér og miðasalan fer fram á Tix.is.

- -

Upp