Fréttir

Bylting fyrir heyrnarskerta leikhúsáhorfendur

Breska Þjóðleikhúsið ætlar á næsta ári að bjóða upp á byltingarkennda lausn fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta áhorfendur. Nýjungin er einskonar textagleraugu (e. Smart Caption Glasses) sem áhorfendum mun bjóðast að hafa á öllum sýningum leikhússins. Í gleraugunum birtist textinn sem verið er að segja á sviðinu og því mun ekki vera þörf á því að hafa sérstakar textaðar sýningar.

Gleraugun hafa verið í þróun í nokkur ár. Textinn er sendur í gegn um WiFi í hver og ein gleraugu á réttum tímasetningum. Kerfið hlustar á textann sem sagður er á sviðinu og notar þær upplýsingar ásamt sviðskjúum (e. cues) sýningarinnar til þess að tímasetja textunina rétt. Textavélin er því algjörlega sjálfvirk. Notendur geta svo notað stjórntæki til þess að stilla textann eftir sínum þörfum.

Nánar má fræðast um textagleraugun í myndbandinu hér að ofan.

- -

Upp