Fréttir

Brynhildur leikstýrir Makbeð

Mynd: Borgarleikhúsið

Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri, mun leikstýra einu þekktasta leikriti Shakespeares Makbeð sem áætlað er að frumsýna á Stóra sviðinu haustið 2021. Brynhildur vann Grímuverðlaunin sem leikstjóri ársins árið 2019 fyrir Shakespeare leikritið Ríkharður III sem sló rækilega í gegn í fyrra.

„Ég er mjög spennt fyrir því að halda áfram á þeirri vegferð sem ég hef verið á sem leikstjóri, að vinna með texta og verk klassísku leikskáldanna,“ segir Brynhildur Guðjónsdóttir, sem síðast leikstýrði Vanja frændi eftir Anton Tsjekhov sem er enn í sýningu í Borgarleikhúsinu.

„Við lögðum upp með að fara óhefðbundar leiðir með Ríkharð III og hugmyndin er að gera slíkt hið sama með Makbeð.“ Fremsta leiklistarfólk landsins mun skipa hið listræna teymi ásamt Brynhildi og skipan í hlutverk er í vinnslu.

Undirbúningur fyrir næsta leikár í Borgarleikhúsinu þegar hafinn af miklum krafti og verða fyrstu verk kynnt á næstu vikum. Næsta frumsýningin í Borgarleikhúsinu er söngleikurinn Níu líf eftir fjallar um ævi Bubba Morthens og verður hann frumsýndur föstudaginn 13. mars.

Grein frá Borgarleikhúsinu.

- -

Upp