Borgarleikhúsið

Borgarleikhúsið heldur kynningarfund um næsta leikár

Borgarleikhúsið er nú að vakna af sumardvala. Hinn geysivinsæli söngleikur um Elly verður endurfrumsýndur 31. ágúst næstkomandi og er sýningin þá að hefja sitt þriðja leikár.

Nú hefur verið boðað til kynningarfundar á nýju leikári Borgarleikhússins sunnudaginn 2. september næstkomandi kl. 13:00. Frá þessu er greint á vef Borgarleikhússins. Á fundinum munu leikstjórar fara yfir verkefni komandi leikárs og boðið verður upp á söngatriði. Ókeypis er inn á viðburðinn en bóka þarf miða á vef Borgarleikhússins.

- -

Upp