Fréttir

Borgarleikhúsið býður upp textaðar sýningar

Mynd: Borgarleikhúsið

Borgarleikhúsið bætir þjónustu fyrir heyrnarlausra og fólk af erlendum uppruna með því að texta sýningar á pólsku, ensku og íslensku. Það er hluti af nýrri stefnu leikhússins að nálgast þessa hópa og gera leikhúsið aðgengilegra.

Þetta er nýjung í íslensku leikhúsi hins talaða orðs þar sem stefnt er að auka aðgengi og gera þannig fleirum kleift að njóta leiklistar.

Fyrsta sýningin sem verður textuð með þessum hætti er verðlaunasýningin Ríkharður III og verður það fyrst gert miðvikudaginn 13. nóvember, en allra síðasta sýningin á því verki verður 21. nóvember. Einnig verður boðið upp textaðar sýningar á söngleiknum Matthildi og gamanleiknum Sex í sveit á næstunni. Þá verða sýningarnar Vanja frændi og Níu líf, nýr söngleikur með tónlist Bubba Morthens, textaðar á sama hátt eftir að þær verða frumsýndar á næsta ári.

Pólskir ríkisborgarar á Íslandi nálgast tuttugu þúsund og stór hluti hefur búið hér árum saman. Borgarleikhúsið vill leita leiða til að nálgast þá og sýna að þeir eigi erindi við íslenskt samfélag og að leikhúsið sé eign allra.

Með þessu verkefni leggur leikhúsið kapp á að vera lifandi, opinn og skemmtilegur samverustaður sem er í nánum tengslum við umhverfi sitt og eiga í einlægu samtali við ólíka hópa. Þannig er hægt að endurspeglum tíðarandann með leiklist fyrir áhorfendur af ólíkum uppruna og á öllum aldri með nýsköpun, tilraunum og sviðslistaviðburðum af ýmsu tagi.

Fólki sem vill nýta sér þessa þjónustu stendur til boða að sækja smáforrit fyrir snjallsíma og valið á milli þess að fylgjast með íslenskum, enskum eða pólskum texta á meðan á sýningu stendur. Jafnfram viljum við minna á að þjónusta fyrir heyrnaskerta stendur áfram til boða líkt og undanfarin ári. Þá verða valdar síður á heimasíðu leikhússins þýddar yfir á pólsku og ensku til að auðvelda þeim hópum sem vilja nýta sér þessa þjónustu að nálgast upplýsingar.

Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri, verður með stutta tölu fyrir fyrstu sýninguna í tilefni dagsins. Þess má geta að á staðnum verða bæði táknmálstúlkur og pólskur túlkur.

Grein frá Borgarleikhúsinu.

- -

Upp