Borgarleikhúsið

Borgarleikhúsblaðið kemur út á fimmtudaginn

Ný styttist í að nýtt leikár hefjist í Borgarleikhúsinu og áhugafólk um íslenskt leikhús eflaust farið að bíða spennt eftir útgáfu Borgarleikhúsblaðsins. Notendur Instagram fengu smjörþefinn af blaðinu í gær, en þá birtu Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Aron Már Ólafsson myndbönd af sér úr prentsmiðjunni sem prentar nú blaði sem verður dreift í hús á fimmtudaginn. Aron og Katrín eru bæði á forsíðu blaðsins og greinilega bæði mjög ánægð með það.

 

Eins og sjá má er forsíðan einskonar tískuljósmynd en ásamt Aroni og Katrínu prýða hana leikararnir Kristbjörg Kjeld, Halldóra Geirharðsdóttir, Davíð Þór Katrínarson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Hilmar Guðjónsson.

Sýningar Borgarleikhússins hefjast að nýju þann 31. ágúst en þá byrjar hin gríðarlega vinsæla sýning Elly sitt þriðja leikár. Í kjölfarið hefur söngleikurinn Rocky Horror sitt annað leikár og fyrsta frumsýning vetrarins verður svo Allt sem er frábært á litla sviðinu.

- -

Upp