Fréttir

Blái hnötturinn kveður í dag

Í dag, sunnudaginn 11. febrúar, verður síðasta sýningin á Bláa hnettinum, barnaleikritinu sem er byggt á samnefndri bók Andra Snæs Magnasonar. Sýningin verður sýnd í 66. skipti í dag og alls hafa um 35 þúsund manns séð hana á Stóra sviði Borgarleikhússins. Leikritið hefur farið sigurför um heiminn frá því það var frumsýnt árið 2001 og unnið til fjölda verðlauna.

Leikritið var sigurvegari síðastu Grímuverðlauna og fékk alls fjögur verðlaun. Kristjana Stefánsdóttir fyrir tónlist ársins, Ilmur Stefánsdóttir fyrir leikmynd ársins, Chantelle Carey sem danshöfundur ársins og sem barnasýning ársins 2017.

Leikarar í verkinu eru þau Andrea Birna Guðmundsdóttir, Andrea Lapas, Ágúst Örn Wigum, Baldvin Alan Thorarensen, Bjarni Kristbjörnsson, Björgvin Ingi Ólafsson, Björn Stefánsson, Edda Guðnadóttir, Emilía Bergsdóttir, Erlen Ísabella Einarsdóttir, Gabríel Máni Kristjánsson, Grettir Valsson, Gríma Valsdóttir, Guðmundur Elías Knudsen, Guðríður Jóhannsdóttir, Gunnar Hrafn Kristjánsson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Viðar Sigurðarson, Hulda Fanný Pálsdóttir, Iðunn Ösp Hlynsdóttir, Pétur Steinn Atlason, Rut Rebekka Hjartardóttir, Sóley Agnarsdóttir, Steinunn Lárusdóttir, Sölvi Viggósson Dýrfjörð og Vera Stefánsdóttir.

Bergur Þór Ingólfsson sá um leikgerð og leikstjórn, Kristjana Stefánsdóttir sá um tónlist, Ilmur Stefánsdóttir sá um leikmynd, María Th. Ólafsdóttir um búninga, Þórður Orri Pétursson um lýsingu, Chantelle Carey var danshöfundur, Guðmundur Elías Knudsen vcar aðstoðardanshöfundur, Garðar Borgþórsson um hljóð, Árdís Bjarnþórsdóttir um leikgervi, Petr Hlousek um myndbönd, Daði Birgisson um hljóðpupptökustjórn og Hlynur Páll Pálsson var aðstoðarleikstjóri.

- -

Upp