Fréttir

Bein útsending: Þórunn Arna syngur lög úr Mamma Mia!

Mynd: Borgarleikúsið

Leikkonan Þórunn Arna Kristjánsdóttir syngur nokkur lög úr Mamma Mia! í beinu streymi frá Borgarleikhúsinu klukkan 12 í dag. Þórunn Arna fór með aðalhlutverkið í söngleiknum sem var sýndur 188 sinnum á Stóra sviði Borgarleikhússins á sínum tíma.

Framundan í Borgó í beinni

Annað kvöld kl. 20 verður svo leiklestur á leikritinu Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur sem var frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins árið 2015.

Á föstudaginn er svo komið að hádegistónleikum Bubba.

Fleira skemmtilegt efni frá Borgarleikhúsinu má sjá á Instagram og Facebook-síðum leikhússins en þær síður eru uppfærðar nær daglega með efni tengdu starfsemi og sýningum.

Grein frá Vísi.

- -

Upp